Fara í efni
Yellow Blue Green
Mynd/Earthday.org

Plánetan gegn plasti - dagur jarðarinnar 2024

Þann 22. apríl, ár hvert, er dagur jarðarinnar haldinn hátíðlegur. Á hverju ári er þessi dagur tileinkaður umhverfisvernd og sjálfbærni. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægum umhverfisáskorunum sem jörðin stendur frammi fyrir. 

Í dag er plastmengun sett á oddinn, með slagorðinu PLÁNETAN gegn PLASTI Skorað er á stjórnvöld, fyrirtæki og neytendur að minnka notkun plasts með því að draga plastframleiðslu saman um 60% fyrir árið 2040 og að hætta að nota einnota plast fyrir lok ársins 2030. 

Á síðu earthday.org er vitnað í Kathleen Rogers, forseta dags jarðarinnar þar sem  hún segir: „umhverfi þýðir það sem umlykur þig. Þegar plast er skoðað má sjá að við erum sjálf orðin að plasti. Það flæðir í gegnum blóðrásina okkar, festist við innri líffærin og ber með sér þungmála sem er vitað að valda krabbameini og sjúkdómum". Herferðin plánetan gegn plasti er ákall til þess að gripið sé til aðgerða gegn plasti, enda þörf á að vernda vistkerfin og heilsu manna og dýra. 

Plast hefur ekki einungis óæskileg áhrif á umhverfið heldur er útbreiðsla þess veruleg ógn við heilsu manna.  Áskoranir vegna plasts eru í sömu ætt við þær sem fylgja loftslagsbreytingum. Þegar plast brotnar niður í örplast losar það eitruð efni út í vistkerfin, mengar matvæli og vatnslindir sem hefur áhrif á heilsu manna og dýra. 

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur tekið saman skýrslu um plast í Íslenskum landbúnaði og leiðir til þess að draga úr notkun heyrúlluplasts þar sem finna má góða samantekt um áhrif plasts á landbúnað. 

Earthday.org fróðleg síða sem er tileinkuð deginum með góðum fróðleik um plast

Dagur jarðarinnar 2024 - myndband Eartday tileinkað deginum.